Matvælaráðherra heimsótti íslensku sjávarútvegssýninguna

Deila:

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra heimsótti Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú er haldinn í þrettánda skipti í Fífunni í Kópavogi.

Í heimsókninni gafst matvælaráðherra tækifæri til að kynna sér starfsemi íslenskra og erlendra fyrirtækja en sýningin var formlega opnuð á miðvikudag af Benedikt Árnasyni ráðuneytisstjóra matvælaráðuneytisins.

„Það er í senn ánægjulegt og hvetjandi að sjá þann vöxt og þá miklu nýsköpun sem á sér stað í sjávarútvegi. Fullnýting afurða og sú verðmætaaukning sem henni fylgir sýnir glöggt að íslenskur sjávarútvegur er samkeppnishæfur og í fremstu röð á heimsvísu“ sagði matvælaráðherra.

Svandís Svavarsdóttir og Benedikt Árnasom
Deila: