„Gríðar vel heppnuð sjávarútvegssýning“  

Deila:

Íslensku sjávarútvegssýningunni 2022 lauk síðdegis 10. júní, eftir þrjá vel heppnaða daga þar sem margir samningar voru undirritaðir, fyrirtækjastefnumót voru haldin og nýjum vörum, tækni og þjónustulínum var hleypt af stokkunum samkvæmt frétt frá stjórnendum sýningarinnar.   

Verðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar voru afhent á nýjan leik, en tilgangur þeirra er að heiðra afburði í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi og beina kastljósinu að hugmyndaríkustu og frumlegustu vörum sem hægt er að finna á því sviði. Hér má finna lista yfir þá sem fengu verðlaun: 8th Icelandic Fisheries Awards highlights success within the Commercial Fishing Industry | Conference | World Fishing 
 

Fyrirtækjastefnumótin vinsælu voru á sínum stað. Þátttakendur mættu reiðubúnir til að mynda ný viðskiptatengsl og kanna nýja markaði. Fyrirtækjastefnumót Icefish eru vettvangur fyrir gesti til að hitta fulltrúa nýrra og skapandi fyrirtækja augliti til auglitis. Gestir lýstu yfir ánægju sinni með þetta fyrirkomulag og sögðu að 20 mínútna langir fundirnir hafi sparað bæði tíma og fé og verið fyrirtaks leið til að hitta fulltrúa áhugasamra kaupenda. Rannís, sem heldur utan um Enterprise Europe Network Iceland, skipulagði fundina í samvinnu við sjávarútvegsdeild Enterprise Europe Network. 

Fjórða Fish Waste for Profit-ráðstefnan var haldin samhliða Íslensku sjávarútvegssýningunni, dagana 9.-10. júni. Þátttakendur gátu hist þar við kjöraðstæður til að styrkja tengslanetið á alþjóðavísu. Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um sveigjanleika í íslenskum sjávarútvegi og þá fjölbreyttu möguleika sem eru í boði þegar leitað er leiða til að nýta úrgang í greininni til verðmætasköpunar.   

Á ráðstefnunni fengu fjölmargir sérfræðingar að láta ljós sitt skína og gátu deilt reynslu sinni og rannsóknum á því hvernig unnt er að tryggja hundrað prósent nýtingu sjávarafla.  

Íslenska sjávarútvegssýningin mun snúa aftur í September 2024. 

Deila: