„Auðlindin okkar“ tekin til starfa

Deila:

Hafin er vinna fjögurra starfshópa og samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu sem matvælaráðherra skipaði til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum. 

Verkefnið ber heitið „Auðlindin okkar – stefna um sjávarútveg.“ Starfshóparnir fjórir sinna afmörkuðum sviðum; samfélagi, aðgengi, umgengni og tækifærum.
Hóparnir og nefndin eru skipuð samkvæmt sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá 28. nóvember 2021.

„Ég hef sannanlega góðar væntingar um vinnu þessara hópa og ég finn ekki annað en að öll nálgist þau verkefnið með jákvæðni og opnum huga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. „Okkar áhöfn samanstendur af fjölbreyttum hópi sérfræðinga sem búa yfir mikilli þekkingu á sjávarútvegi og samfélaginu. Það er okkur öllum keppikefli að verkefnið verði unnið á sem faglegastan hátt og við erum svo lánsöm að vera með valið fólk í hverju rúmi.“

Samráðsnefndin hefur yfirsýn yfir starf starfshópa og aðra þætti verkefnisins og er gert ráð fyrir að hún starfi til loka ársins 2023 þegar hóparnir hafa skilað sinni vinnu. Hér má sjá glærur frá fyrsta fundi samráðsnefndarinnar sem var haldinn 13. júní.

Hópurinn sen myndar “Auðlindina okkar” ásamt matmælaráðherra
Deila: