Færeyingar fá að veiða humar í soðið

Deila:

Sett hefur verið ný reglugerð um humarveiðar við Færeyjar. Samkvæmt henni verður leyft að veiða humar, þó ekki leyfi til humarverða fyrir höndum. Veiðin miðast við að aflinn sé nýttur til neyslu á heimili viðkomandi.

Áður var humarveiðileyfi skylda hvort sem veitt var til vinnslu eða heimabrúks. Sú breyting var gerð fyrir tveimur árum vegna kvartana þeirra sem stunduðu humarveiðar í ábataskyni. Þeir töldu frístundaveiðarnar hafa neikvæð áhrif á veiðar í ábataskyni. Þessi breyting bitnaði á þeim sem setja vildu út fáeinar gildrur til að fá í soðið.

Með reglugerðinni nú er á ný heimilt að veiða humar í soðið án opinbers veiðileyfis, en bannað að landa humrinum til vinnslu eða selja aflann.

Við veiðar til nýtingar heimafyrir er í mesta lagi leyft að vera með 15 gildrur í sjó í einu. Að öðru leyti gilda tæknileg atriði eins og við veiðar í atvinnuskyni eins og merking veiðarfæra og lágmarksstærð á humrinum.

Ákveðin svæði eru þó lokuð fyrir veiðum til heimabrúks, svo sem sunnan við Streymin í Sundalagnum, á Kollafirði, á Skálafirði. Á Kaldbaksfirði, á Tangafirði og Funningsfirði. Á þessum slóðum er einungis heimilt að veiða humar, þeim sem hafa fengið leyfi til humarveiða í atvinnuskyni. Þetta eru helstu veiðisvæðin fyrir humar. Sjávarútvegsráðherra mun fylgjast með framgöngu veið til heimabrúks og meta hvort breytinga verður þörf.

Deila: