„Snattari“ hjá Brimi
Maður vikunnar er einn fengsælasti og farsælasti togaraskipstjóri okkar tíma. Hann stýrði Kleifaberginu árum saman og skilaði meiri verðmætum á land en flestir aðrir og sótti mikið af fiski í Barentshafið. Hann hóf sjómannsferilinn á grálúðubát og var alltaf sjóveikur.
Nafn:
Víðir Jónsson.
Hvaðan ertu?
Bolungarvík.
Fjölskylduhagir?
Giftur Jónu Arnórsdóttur og áttum við fjögur börn.
Hvar starfar þú núna?
Aðstoðarmaður útgerðarstjóra Brims. (snattari)
Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?
Var skráður fyrst á skip 16. Júní 1971. Sem beitningamaður á grálúðubát. Alltaf sjóveikur.
Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Það er mjög gaman að sjá hvernig íslenskur sjávarútvegur hefur breyst í glæsilega atvinnugrein. Á þessum 50 árum sem ég hef unnið við þetta hefur hún breyst alveg gífurlega.
En það erfiðasta?
Á skipum sem ég hef verið á hafa tvisvar orðið dauðsföll um borð. Annað skiptið af slysförum en hitt vegna veikinda. Það tekur mikið í.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Það er svo ótal margt skrítið sem gerist til sjós.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Þeir eru ótal margir en félagar mínir á Kleifabergi sem margir hverjir voru allan tímann sem ég var þar eru mjög ofarlega í huga.
Hver eru áhugamál þín?
Horfa á Liverpool spila fótbolta og spila golf.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Steikt ýsa í raspi.
Hvert færir þú í draumfríið?
Lítið þorp upp í fjöllum á Ítalíu. Veit ekki af hverju, hef aldrei komið þangað.