Ango/Hoffell fer á makrílveiðar

Deila:

Nýtt skip, Ango, er nú komið í flota Færeyinga. Það mun hefja makrílveiðar í þessari viku. Skipið var keypt frá Fáskrúðsfirði og hét áður Hoffell. Loðnuvinnslan hefur þegar endurnýjað Hoffellið með nýrra og stærra skipi.

Ango kemur í stað eldra og minna skips með sama nafni, sem selt hefur verið til Hirtshals í Danmörku. Þar fær skipið nafnið Junior

Útgerðarmaður Ango segir skipið í mjög góðu standi og sé miklu betra skip en eldri Ango, bæði hvað varðar aðbúnað og burðargetu,

Deila: