Laxinn skilar miklu í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur á fiskafurðum frá Færeyjum hefur verið að aukast, einkum í verðmæti. Á 12 mánaðatímabili frá og með apríl í vor aftur í tímann, hefur verðmætið vaxið um 31%, miðað sama tímabil þar á undan. Magnið hefur hins vegar aðeins aukist um 7%.
Verðmæti allra útfluttra afurða á umræddu tímabili er188 milljarðar íslenskra króna. Af því skilar eldislax rétt tæpum helmingi eða 92,6 milljörðum íslenskra króna. Það er aukning um 28 milljarða króna, eða 43%. Aukning í magni er hins vegar 23% og af því má sjá að verðá laxi hefur almennt hækkað töluvert.
Makríll er sú fisktegund sem næstmestu skilar, eða 23 milljörðum íslenskra króna. Það er aukning um 77%. Magnið nú er 117.000 tonn. Það er aukning um 70%. Af síld fóru utan 96.800 tonn, sem er samdráttur um 11%. Verðmætið var 14 milljarðar, sem er 16% vöxtur. 28.800 tonn fóru utan af kolmunna, sem er samdráttur um 43% í magni og 44% í verðmæti.
Þorskur er þriðja mikilvægasta útflutningstegundin frá Færeyjum. Útflutningur hans skilaði 18 milljörðum króna, sem er vöxtur um 24%. Magnið var 20.700 tonn, sem er aukning um 6%. Af ufsa fóru utan 9.700 tonn að verðmæti 5,2 milljarðar króna. Það er 8% samdráttur í magni, en 10% vöxtur í verðmæti. 7.300 tonn af ýsu fóru utan og var verðmætið 3,8 milljarðar króna. Það er aukning um 28% í verðmæti og 2% vöxtur í magni.