Vilja takmarka höfrungadráp við 500 dýr

Deila:

Færeysk stjórnvöld hafa lagt til að ekki verði drepnir fleiri en 500 höfrungar við eyjarnar á ári.  Tillagan er til bráðbirgða og er til umræðu á samráðsgátt stjórnvalda. Landsstjórnin hefur leitað eftir því til Sjávarspendýraráðs Norður-Atlantshafsins, NAMMCO og fá ráðleggingu um sjálfbæra nýtingu höfrunga. Er vonast til að tillögur NAMMCO liggi fyrir á næsta eða þarnæsta ári og verði þá hámarks veiði takmörkuð í samræmi við það.

Þessa tillögur fylgja í kjölfar þess að 1.423 höfrungar voru drepnir við Skálafjörð í einu drápi í fyrra, en drápið vakti mikla athygli.

Færeyska landsstjórnin leggur um leið áherslu á Færeyingar hafi rétt til þess að nýta lífríkið innan lögsögu eyjanna á sjálfbæran hátt, hvort sem um sé að ræða grindhval eða höfrunga. Sjálfbær hvalveiði sé í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 14; að vernda og nýta á sjálfbæran hátt, öll höf og lífríki hafanna til sjálfbærrar þróunar.

„Hvalveiðar við Færeyjar eru gott búsílag í Færeyjum. Þetta er matur sem hefur hlutfallslega lágt kolefnisspor. Þá hefur möguleikinn á því að nýta hvali mikla þýðingu fyrir fæðuöryggi í Færeyjum.

Hvalveiðar við Færeyjar er sjálfbær og sama á við höfrunga. Nýjust stofnstærðarmælingar fyrir höfrunga gefa til kynna að stofninn telji um 80.000 dýr. Á þeim grundvelli metur Landstjórnin að hæfilegt sé að veiða um 825 höfrunga á ári. Frá aldamótum er meðalveiði á höfrungum 260 dýr á ári.

Landsstjórnin vill sýna það í verki að hvalveiðar við eyjarnar séu sjálfbærar. Landið hefur verið meðlimur í NAMMCO frá stofnun þess 1992., en ráðið veitir aðildarríkjum sínum ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu sjávarspendýra.

Landsstjórnin leggur einnig áherslu á að höfrungadráp geti gengið hratt og örugglega fyrir sig. Veiðinefnd NAMMCO hefur mælt með því að Færeyingar þrói sérstakan búnað til að aflífa dýrin eins og mænusting sem nýttur hefur verið við grindadráp og stytt aflífunartíma þeirra dýra. Hins vegar hefur komið fram að mænustingur sem hæfi grindhval, henti ekki fyrir höfrunga, sem eru mun minni en grindhvalirnir.

Landstjórnin mun því beita sér fyrir því að hraða þróun búnaðar til höfrungadráps. Einn stingur fyrir höfrunga hefur verið þróaður og er ætlunum er að reyna hann. Einnig hefur verið kannað hvort mögulegt sé að hanna sérstakan höfrungahníf, sem gætti flýtt fyrir drápinu.“

 

Deila: