Meira af fiskseiðum á landgrunni Færeyja

Deila:

Seiði þorsks og spærlings á landgrunni Færeyja voru með mesta móti frá því 2017 í rannsóknum færeyska rannsóknaskipsins Jákup Sverri í seinni hluta júní, en þó undir meðallagi til lengri tíma litið. Einnig fannst meira af ýsuseiðum en síðustu árin og var fjöldi þeirra vel yfir meðallagi. Stærð þeirra var þó undir meðallaginu.

Á Færeyjabanka var fjöldi þorskseiða undir meðaltali, en fjöldi ýsuseiða vel yfir meðaltalinu. Fjöldi seiða trönusílis var undir meðaltali og stærð þorskseiða og trönusílis undir meðallagi, en þyngd ýsuseiða yfir meðaltali.

Sjávargróður á landgrunni Færeyja hefur til þessa í ár verið yfir meðaltali. Hann kviknaði samt seinna en venjulega en óx síðan hratt. Bakslag kom í ganginn í byrjun júní en náði sér síðan á strik. Gróðurinn er fæða fyrir átu, sem síðan er fæða fyrir fiskseiði. Líklegt er að fæðustaðan í maí hafi ráðið miklu um framgang og vöxt seiðanna.

 

Deila: