Mikið tjón á Reykhólum

Deila:

Í gær morgun hrundi niður stór hluti bryggjunnar á Reykhólum. Það hefur legið fyrir um alllangt skeið að bryggjan er komin á tíma, en hún er síðan 1974. Undanfarið hefur verið unnið að undirbúningi endurnýjunar stálþilsins og stækkunar bryggjunnar um leið. Það hefur falist í að dýpka og jafna botninn umhverfis bryggjuna og ef til vill hefur hún ekki þolað það.

Í viðtali við mbl.is segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri m.a. að ekki sé endi­lega um mis­tök að ræða og tek­ur fram að höfn­in sé löngu kom­in til ára sinna.

Hún bætir við að um mjög mikið tjón sé að ræða og bend­ir á að Þör­unga­verk­smiðjan sé að landa þarna á höfn­inni á hverj­um degi. Óljóst er hvort hún muni getað haldið áfram rekstri í bráð eða hvort að töf verði á fram­leiðslu hjá verk­smiðjunni.

Hún tek­ur þó fram að Vega­gerðin sé strax búin að taka mál­in í sín­ar hend­ur og ætli að tryggja að starf­semi geti haldið áfram á höfn­inni sem allra fyrst.

„Það eru að koma vinnu­tæki í há­deg­inu og fjöldi verk­taka frá Vega­gerðinni og þau ætla að gera við höfn­ina“, segir hún.
Frétt af reykholar.is

 

Deila: