Samið um sölu á 1.600 tonnum af eldisþorski

Deila:

Norska þorskeldisfyrirtækið Statt Torsk hefur gert samning um sölu á miklu magni af þorski að verðmæti 978 milljónir íslenskra króna. Ekki hefur verið gefið upp hver kaupandinn er, en afhending mun hefjast í september og verður magnið um 1.600 tonn.

Verð á þorski úr veiðum er nú í sögulegu hámarki og hækkar líklega enn meira þegar líður á árið. Það hefur meðal annars bitnað á veitingastöðum sem selja fisk og franskar og reiða sig á þorsk og ýsu sem hráefni. Þar gæti eldisþorskur komið til sögunnar, en magnið í heildina er enn mjög lítið

Gustave Brun-Lie, forstjóri Statt Torsk ASA, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar í Osló, að kaupandinn sé þekkt fyrirtæki, sem þekki vel til Statt Torsk og fiskins frá þeim. Það sé gott fyrir fyrirtækið og þorskeldi almennt að fá þessa viðurkenningu á gæðum eldisþorsks, sérstaklega í ljósi krafna um mikil gæði. „Þó við verðum aldrei sáttir við verðið sem við erum að fá, felur þessi samningur í sér góða verðhækkun frá verðinu á síðasta ári,“ segir Brun-Lie.

Öryggið sem þessi samningur komi sér vel á óvissutímum. Samkvæmt honum sé miðað við tvær vikulega afhendingar, sem svari til 30% af framleiðslugetunni. Fyrirtækið hafi nýlega tryggt sér aukið fjármagn að upphæð tæpar 500 milljónir íslenskra króna, til að auka afkastagetu til að geta staðið við vikulegar afhendingar.

 

Deila: