Hefja seiðaeldi í Bjarnarfirði

Deila:

Á jörðinni Ásmundarnes í Bjarnarfirði, norðan Steingrímsfjarðar, er að hefjast seiðaeldi fyrir regnbogasilung. Gísli Ólafsson, eigandi jarðarinnar hefur tekið a sér að ala regnbogasilungsseiði fyrir ísfirsku fyrirtækin ÍS47 ehf og Hábrún ehf. Hann segir að seiðin komi til hans í september og ætlunin sé að þau verði orðin um 100 gr um miðjan júní á næsta ári.

Á Ásmundarnesi er jarðhiti og um 40 gráðu heitt vatn rennur úr borholu frá 1984. Á þesus ári hafa verið boraðar 5 holur á jörðinni eftir köldu vatni ( 12-13 gr heitu) með ágætum árangri þótt það hefði mátt finnast meira vatnsmagn.

Verið er að reisa 470 fermetra skemmu yfir seiðaeldiskörin. Gísli segir að ætlunin sé að koma upp aðstöðu til að klekja út hrognum.
Frétt og mynd af bb.is

 

Deila: