53.000 tonn af makríl komin á land

Deila:

Makríl aflinn er nú orðinn ríflega 53.000 tonn. Leyfilegur afli er 147.880 tonn eftir sérstakar úthlutanir og flutning heimilda frá síðasta ári og því óveidd 94.600 tonn. Í fyrra var kvótinn 160.792 tonn en aflinn varð 129.483 tonn.

22 skip hafa stundað veiðarnar í sumar. Aflahæsta skipið er Vilhelm Þorsteinsson EA með 5.252 tonn. Beitir NK er með 4.629 tonn, Börkur NK er með 4.503 tonn, Jón Kjartansson SU er með 3.300 tonn, Barði NK er með 3.069 tonn og Aðalsteinn Jónsson SU er með 3.043 tonn. Önnur skip hafa ekki náð 3.000 tonna markinu samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu.

 

Deila: