595 selir taldir

Deila:

Alls sáust 595 selir í selatalningu Selaseturs Íslands. Talningin fór fram í tólfta sinn þann þrítugasta júlí á Vatnsnesi í Húnaþingi Vestra. Vegna sérstakra aðstæðna var Heggstaðanesið ekki talið þennan dag.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Selasetursins, þar sem öllum sjálfboðaliðum í talningunni eru þökkuð góð störf, en meðal annrs voru sjálfboðaliðar frá Þýskalandi, Belgíu og Englandi, auk hóps Veraldarvina, sem eru staðsettir í Hrútafirði.

Ekki kemur fram í fréttinni hvort fjöldi sela nú sé meiri eða minni en í fyrr talningum.

Deila: