Gestafyrirlesari frá Brno, Tékklandi
Fimmtudaginn 11. ágúst mun doktor Václav Brázda halda erindi á Hafrannsóknastofnun sem ber titilinn Interactions of local DNA structures with proteins – combination of bioinformatics, biophysical and molecular biology approaches.
Erindið verður haldið á ensku og verður flutt í fyrirlestrarsal á jarðhæð í Fornubúðum 5, 220 Hafnarfirði, kl. 12.30-13.00. Einnig má fylgja fyrirlestrinum í gegnum Teams streymi.
Václav Brázda er kennari og yfirmaður á stofnun tékknesku vísindaakademíunnar um líffræðilega eðlisfræði í Brno, Tékklandi. Hann er hefur m.a. rannsakað samspil DNA og próteina og þrívíddar byggingu DNA erfðaefnis. Hann er einnig meðhöfundur vefsíðu um líftölfræði www.bioinformatics.cz. Hann er staddur hér á landi til að rannsaka erfðamengi hákarls.
Starfsferil Václavs má finna hér: https://www.ibp.cz/en/research/departments/biophysical-chemistry-and-molecular-oncology/staff/5