Færeyingar úthluta tilraunakvóta í makríl

Deila:

Færeyingar hafa úthlutað 1.800 tonna makrílkvóta til tilraunaveiða. Umsóknarfrestur rann út 20. Júlí og bárust sjávarútvegsráðuneytinu níu umsóknir upp á 7. 600 tonn. Sex fyrirtæki fengu síðan úthlutað samtals 1.800 tonnum.

Við úthlutun er mest áhersla lögð á nýsköpun og virðisauka. Það voru vinnslur í landi, sem fengu úthlutun og er markmið þeirra að þróa vinnsluaðferðir sem skila meiru vinnsluvirði en hefðbundin vinnsla. Er þá horft til nýrra markaða fyrir afurðirnar.

Tvær umsóknir þóttu ekki uppfylla með nægilegum hætti kröfur um verðmætaaukningu og nýsköpun. Ein þótti uppfylla kröfurnar ein hún byggði á meira magni en hægt var að uppfylla.

Eins og undanfarin ár eru ákveðin skilyrði sett fyrir úthlutun tilraunakvóta í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Fyrirtækin eiga síðan að skila skýrslu um árangur af vinnslunni í lok janúar á næsta ári.

Þessi fyrirtæki fengu úthlutun:

Fyrirtæki Magn í tonnum
Faroe Marine Products 150
Tavan 450
TG Seafood 300
Glyggur Fishproteins and Bait 150
Varðin Pelagic 250
Kósin 500

 

Deila: