Grænlendingar landa makríl í Færeyjum

Deila:

Grænlensku fiskiskipin Polar Princess og Svend C hafa að undanförnu verið við makrílveiðar svipuðum slóðum og íslensku og færeysku skipin norðarlega í Síldarsmugunni.

Polar Princess landaði nýlega 900 tonnum af frystum makríl í Kollafirði í Færeyjum og Svend C landaði 800 tonnum af frystum makríl og 150 tonnum af síld. Í dag er svo von á Polar Amaroq til að landa í frystigeymsluna í Kollafirði.

Deila: