VGJ hagnaðist um 841 milljón

Deila:

Eignarhaldsfélagið VGJ hagnaðist um 841 milljón króna á síðasta ári. Árið áður hagnaðist félagið um 319 milljónir króna samkvæmt frétt á vb.is.

Fjármunatekjur námu 903 milljónum króna og nærri þrefölduðust frá fyrra ári. Munaði þar mest um 515 milljóna króna hagnað af sölu hlutabréfa. Arður af hlutabréfaeign félagsins nam 45 milljónum króna í fyrra. Eignir félagsins námu 9,7 milljörðum króna um síðustu áramót, skuldir 600 milljónum og eigið fé 9,1 milljarði. Eiginfjárhlutfall var því 94%. Stjórn félagsins leggur til að 100 milljónir króna verði greiddar í arð til hluthafa á þessu ári.

Eignarhaldsfélagið VGJ er á meðal stærstu hluthafa Brims sem eigandi 0,9% hlutafjár í útgerðarfélaginu. Eiríkur Vignisson,  fyrrverandi framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar ehf., dótturfélags Brims, á 90% hlut í Eignarhaldsfélaginu VGJ og Sigríður Eiríksdóttir eftirstandandi 10%.

 

Deila: