Endurvinnanleg PE ker lækka kolefnisspor sjávarútvegsfyrirtækja

Deila:

Í dag er áætlað að það séu um 130-140 þúsund ker notuð við veiðar og útflutning á ferskum fiski. Stór hluti af þessum kerum eru einangruð með urethane efni, svokölluð PUR ker. Ytra lag þeirra er úr polyethelene en fyllingin er úr urethene. PUR kerin hafa góða einangrun en þau verða ólíklega endurunnin vegna kostnaðar sem fellur við að ná fyllingunni úr kerunum þegar endingartími þeirra rennur út.

Á undanförnum árum hafa fleiri útgerðir fært sig yfir í PE ker sem eru umhverfisvænni. Kerin eru sterkari en PUR kerin og þykja öruggari í notkun. PE kerin eru einnig endurvinnanleg að fullu og því hægt að endurnýta þau í ný ker.

iTUB, sem sérhæfir sig í leigu á endurnýtanlegum umbúðum fyrir sjávarútveg, er nú með um 50 þúsund ker í notkun á Íslandi, Noregi og í Danmörku. „Ástaða þess að við hjá iTUB fórum eingöngu í PE kerin er sú að þau eru mun umhverfisvænni en PUR kerin. Það er hægt að endurvinna þessi ker og einangrunin í kerunum dregur ekki í sig raka né óhreinindi líkt og gerist með PUR kerin“ útskýrir Bragi Smith sölu- og vöruþróunarstjóri iTUB á Íslandi. „Líftími þessara kera er langur, 12-15 ár og lögun þeirra helst óbreytt með tímanum sem eykur öryggi þeirra sem vinna með þau á sjó og við löndun“ segir Bragi.

Sæplast, sem framleiðir öll PE kerin fyrir okkur, hefur þróað ferli þar sem gömul og lúin ker eru tætt niður. Efni þeirra er síðan meðhöndlað á ákveðinn hátt svo úr verði hráefni sem hægt er að nýta á nýjan leik í verksmiðju þeirra á Dalvík segir Bragi og lýsir því að þetta sé þeirra leið til að taka umhverfislega ábyrgð.

„Það er sárt til þess að hugsa að á næstu árum og áratugum muni sjávarútvegurinn þurfa að losa sig við ker sem er ekki hægt að endurnýta,“ segir Bragi. „Með því að velja réttu kerin í leigukerfið okkar komust við hjá því að þurfa að urða ker í framtíðinni. Við hjá iTUB höfum því sett okkur það markmið að öll okkar ker verði endurunnin þegar líftíma þeirra er lokið.

Íslenskur sjávarútvegur gerir miklar kröfur gæði og lækkun kolefnisspors. Mörg fyrirtæki hafa tekið stór kref í þessa átt. Við hjá iTUB erum stolt að geta boðið upp á lausn sem lækkar kolefnisspor sjávarútvegsfyrirtækja með því að bjóða upp umhverfisvæna vöru sem stenst gæðakröfur þeirra til lengri tíma,“ segir Bragi. „Með þessu sýnum við samfélagslega ábyrgð í verki.“

 

Deila: