Verð á ferskum laxi lækkar

Deila:

Verð á ferskum lax frá Noregi hefur farið lækkandi að undanförnu og nálgast nú verðið, sem fékkst fyrir laxinn í upphafi árs. Tölur frá Hagstofu Noregs, sem sýna þróun á verðinu reglulega, sýna að verðið lækkaði um 2% í viku 32 og fór í 1.062 íslenskar krónur á kíló.

Markaðsfræðingar tekja að þessi lækkun muni halda áfram þrátt fyrir mikla sölu í vikunni. Eftirspurn eftir laxi hefur aukist eftir að verðið fór að lækka frá hámarkinu sem það náði fyrr á árinu. Sumir kaupendur segja að þeir hafi ekki borgað nema 862 krónur á kíló fyrir suma afurðaflokka.

Sala á ferskum laxi nam 20.1883 tonn í viku 32, sem er 8,6% aukning frá vikunni þar á undan, þegar salan nam 8,577 tonnum.

Verð hefur sveiflast mikið á síðustu sex mánuðum. Í upphafi ársins var verðið 935 krónur íslenskar en fór í 1.438  krónur í maí og júní.

Skýrslur sýna einnig verðlækkanir á laxi frá Skotlandi en að verð á laxi frá Chile sé nokkuð stöðugt.

Eftirspurn eftir frystum laxi frá Noregi heldur áfram að aukast og nam 510 tonnum í viku 32. Verðið var á bilinu frá 1.300 krónum upp í 1.360 krónur á kíló. Þetta bendir til að lönd sem vinna úr frysta laxinum séu að safna birgðum fyrir seinni hluta ársins.

Hagstofa Noregs tekur fram að gögn sín nái yfir lax sem seldur er í föstum samningum og flutningskostnað. Að spá fyrir um verðþróun sé erfitt og það verði ekki hægt með góðu móti fyrr en sumarleyfum ljúki og kaupendur fari að búa sig undir jólahátíðina.

 

Deila: