MBA nemendur í heimsókn hjá Brimi

Deila:

MBA nemendur frá Rotterdam School of Management (RSM) tóku hús á Brim í Norðurgarði á miðvikudag, ásamt Þresti Ólafssyni, prófessor við Háskóla Íslands.

Nemendurnir eru í vettvangsferð um Ísland til þess að kynnast því hvernig leiðandi íslensk fyrirtæki hafa unnið að sjálfbærri þróun. MBA nemarnir nutu leiðsagnar Torfa Þ. Þorsteinssonar, forstöðumanns samfélagstengsla hjá Brim, sem fór yfir helstu atriði í stefnu og starfsemi félagsins. Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu kynnti einnig sýn ráðuneytisins á sjálfbæra þróun og þær grænu lausnir sem Íslendingar hafa upp á að bjóða. Að loknum erindum Torfa og Eggerts kynntu MBA nemarnir verkefni sín tengt starfsemi Brims, en þau hafa skoðað starfsemi félagsins og komu með ferskar hugmyndir um nýskapandi lausnir til að styðja enn frekar við áherslur félagsins á sviði sjálfbærni.

Nemendurnir dvöldu heilan morgun við kynningar og umræður og fengu svo að bragða á íslenskum þorski í hádeginu, sem fékk að vonum afar góðar viðtökur.

 

Deila: