Þorskur með grísku ívafi
Nú höfum við það létt og sumarlegt svona í sumarlokin. Þetta er einföld uppskrift að hollum rétti ættuðum frá Grikklandi og er fyrir tvo. Verði ykkur að góðu.
Innihald:
- 5 litlar kartöflur um 400g alls, skornar í báta
- 1 laukur, sneiddur
- 2 hvítlauksrif gróft söxuð
- ½ tsk. þurrkað oregano ½ msk. ferskt oregano saxað
- 2 msk. ólífuolía
- ½ sítróna, skorin í báta
- 2 stórir tómatar skornir í báta
- tveir ferskir þorskbitar, roð- og beinlausir, um 200g hver
- handfylli af ferskri steinselju gróft saxaðri
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Setjið kartöflur, lauk, hvítlauk, oregano og ólífuolíu í ofnfast mót og blandið vel saman. Bakið í 15 mínútur, hrærið vel í aftur og bakið í aðrar 15 mínútur. Bætið sítrónu og tómötum út í og bakið í 10 mínútur í viðbót. Setjið fiskbitana ofan á blönduna bakið enn í 10 mínútur til viðbótar.
Stráið steinseljunni yfir og berið fram með brauði að eigin vali.