Ríkið tekur 11.000 tonn af leyfilegum þorskafla

Deila:

 

Gefin hefur verið út reglugerð um veiðar á fiskveiðiárinu sem nú er að hefjast. Samanburður milli ára á veiðiheimildum í þorski og ýsu sýnir að veiðiheimildir í þorski skerðast um 6,3%, verða 206 436 tonn, en leyfilegur heildarafli í ýsu eykst um 46,4% og verður 60 259 tonn. Ríkið tekur 5,3% af öllum fiskitegundum til sérstakra ráðstafana í þágu byggða. Því koma 195.495 tonn til úthlutunar til fiskiskipa og 10.941 tonn fara í pottana svokölluðu.
Hér fara á eftir töflur yfir leyfilegan heildarafla og hve mikið fer í pottana svokölluðu:

 

Tegund Leyfilegur heildarafli Dregið frá heildarafla, skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (5,3%) Fiskistofa úthlutar aflamarki á grundvelli aflahlutdeildar
  1. Þorskur 206.436 10.941 195.495
  2. Ýsa 60.569 3.210 57.359
  3. Ufsi 71.145 3.771 67.374
  4. Steinbítur   8.107  430  7.677
  5. Gullkarfi 22.615 1.199 21.416
  6. Keila   3.684  195  3.489
  7. Langa   5.078  269  4.809
  8. Djúpkarfi   6.336  336  6.000
  9. Litli karfi      585     31    554
10. Grálúða 15.064  798 14.266
11. Sandkoli      301    16    285
12. Skrápflúra         0      0        0
13. Skarkoli   7.663   406  7.257
14. Langlúra   1.230     65  1.165
15. Þykkvalúra/sólkoli   1.137     60  1.077
16. Skötuselur      258     14    244
17. Humar         0       0        0
18. Íslensk sumargotssíld 66.195   3.508 62.687
19. Blálanga      259     14    245
20. Hlýri      334     18    316
21. Gulllax 11.520   611 10.909
22. Úthafsrækja   5.022   266  4.756
23. Rækja við Snæfellsnes         0       0        0

 

Ráðstöfun afla tilgreindur í tonnum sem dreginn er frá heildarafla, skv. 3. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða er sem hér segir:

Tegund Skel- og rækjubætur Byggðakvóti til fiskiskipa Byggðakvóti Byggðastofnunar Frístunda-veiðar Strand­veiðar Línu­ívilnun Samtals
1. Þorskur 1.400 3.500 3.850 200 10.000 1.200 20.150
2. Ýsa 290 1.100 1.030 0 0 500 2.920
3. Ufsi 453 1.400 1.261 0 1.000 0 4.114
4. Steinbítur 51 155 141 0 0 177 524
5. Gullkarfi 199 300 553 0 100 15 1.167
6. Keila 8 43 23 0 0 15 89
7. Langa 26 96 71 0 0 20 213
Samtals: 2.427     6.594     6.929         200        11.100       1.927       29.177     

 

Aflamark í botnfiski miðast við slægðan fisk með haus nema í gullkarfa, litla karfa, gulllaxi, og djúpkarfa sem miðast við óslægðan fisk. Veiðitímabil botnfisks er frá og með 1. september til og með 31. ágúst næsta árs.

Aflamark í uppsjávarfiski miðast við óslægðan fisk.

Heimilt er að veiða rækju við Snæfellsnes frá og með 1. maí til og með 15. mars næsta árs.

 

  1. gr.

Leyfilegur heildarafli tilgreindur í tonnum í eftirfarandi tegundum:

Tegund/Svæði Leyfilegur heildarafli Dregið frá heildarafla, skv. 3. mgr. 8. gr. laga
nr. 116/2006 (5,3%)
Fiskistofa úthlutar aflamarki á grundvelli aflahlutdeildar
͏͏1. Hörpudiskur:   93   5  88
    Breiðasund   62   3  59
    Hvammsfjörður   31   2  29
2. Rækja á grunnslóð:    0   0    0
    Arnarfjörður
3. Ígulker:  188 10 178
    Svæði A    47   2   45
    Svæði B    85   5   80
    Svæði C    56   3   53
4. Sæbjúgu 2.617 139 2.478
    Svæði A – Norður-Aðalvík  175   9 166
    Svæði B – Vestfirðir, miðsvæði  105   6   99
    Svæði C – Vestfirðir, suðursvæði    40   2   38
    Svæði D – Utanverður Breiðafjörður    45   2   43
    Svæði E – Faxaflói  371 20 351
    Svæði F – Austurland, norðursvæði  364 19 345
    Svæði G – Austurland, miðsvæði 1.192 63 1.129
    Svæði H – Austurland, suðursvæði  325 17 308

 

Veiðitímabil rækju á grunnslóð er samkvæmt reglugerð um veiðar á rækju. Heimilt er með tilkynningu til leyfishafa að breyta veiðitíma á ákveðnum veiðisvæðum rækju á grunnslóð, að feng­inni umsögn Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna.

 

 

Deila: