Makrílaflinn orðinn 115.000 tonn

Deila:

Makrílvertíðin í ár er nú á lokametrunum. Aflinn er orðinn um 115.000 tonn og eitthvað sennilega eftir í pípunum. Leyfilegur heildarafli nú er 148.235 tonn. Óveidd eru því 33.200 tonn. Að lokinni vertíð í fyrra varð aflinn 129.500 tonn, en leyfilegur heildarafli var 1611.000 tonn.

Þetta verður því annað árið í röð, sem töluvert vantar upp á að makrílkvótinn næst ekki. Þar veldur miklu að makríllinn hefur lítið gengið inn á grunnslóðina og smábátar hafa því lítið getað nýtt sér aflaheimildir sínar.

Fimm skip hafa landað yfir 7.000 tonnum. Börkur NK e þeirra aflahæst með 8.737 tonn. Næst koma Vilhelm Þorsteinsson EA með 7.748 tonn, Venus NS með 7.100 tonn, Barði NK með 7.066 tonn og Aðalsteinn Jónsson SU með 7.060 tonn.

 

Deila: