Síldveiðar hafnar

Deila:

Veiðar á norsk-íslensku síldinni eru nú hafnar og taka í flestum tilfellum við af makrílvertíðinni. Aflinn nú er orðinn tæp 12.000 tonn, en leyfilegur afli nú er tæp 101.000 tonn. Á vertíðinni í fyrra var leyfilegur heildarafli 113.674 tonn, en aflinn 112.674 tonn. Það sem eftir stóð var flutt á milli ára.

Aflahæstu skipin í fyrra voru Vilhelm Þorsteinsson EA með 10.614 tonn og Beitir NK með 10.511 tonn. Þetta voru einu skipin sem fóru yfir 10.000 tonnin og voru bæði með rúmlega 11.000 tonna heimildir.

Tvö skip eru nú með meira en 10.000 tonna kvóta. Mestar heimildir hefur Vilhelm Þorsteinsson EA með 11.128. Börkur NK er með 10.165 tonn og þriðja hæsta skipið er Sigurður VE með 9.445 tonn.

Deila: