Verðmæti útflutnings jókst um 32,8% á tólf mánaða tímabili

Deila:

Verðmæti vöruútflutnings í ágúst 2022 jókst um 37,6 milljarða króna, eða um 66,6%, frá ágúst 2021, úr 56,5 milljörðum króna í 94 milljarða. Mest var aukning í verðmæti útfluttra iðnaðarvara, 25,5 milljarðar króna eða 83,8% samanborið við ágúst 2021.

Verðmæti vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili frá september 2021 til ágúst 2022 var 942,1 milljarðar króna og jókst um 232,6 milljarða króna miðað við sama tímabil ári fyrr eða um 32,8% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 57% alls vöruútflutnings síðustu tólf mánuði og jókst verðmæti þeirra um 57,1% frá fyrra tólf mánaða tímabili.

Sjávarafurðir voru 35% alls vöruútflutnings síðustu tólf mánuði en verðmæti þeirra jókst um 10,9% í samanburði við fyrra tólf mánaða tímabil. Verðmæti útflutnings á eldisfiski jókst um þrjá milljarða á milli tólf mánaða tímabila, eða um 8,1%, og er nú 4% af heildarútflutningsverðmæti á síðustu tólf mánuðum. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

 

Deila: