Mat á burðarþoli og áhættu getur breyst

Deila:

„Það er fyrst og fremst á ábyrgð viðkomandi fyrirtækja að nýta rekstrarleyfi sín innan settra skilyrða leyfis um burðarþol og áhættumat.“ Það segir Svandís Svavarsdóttir, Matvælaráðherra en hún var innt eftir því hvað hún hygðist gera til þess að tryggja að unnt verði að nýta burðarþolsmatið í Ísafjarðardjúpi til fulls, í ljósi þess að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar lax er aðeins heimilt að ala 12.000 tonn af frjóum eldislaxi en burðarþolsmatið er 30.000 tonn.
Ráðherrann segir að bæði burðarþolsmatið og áhættumatið sé byggt á áætlunum sem geta tekið breytingum.
Fyrir liggja umsóknir frá eldisfyrirtækjum á Vestfjörðum sem eru langt umfram 12.000 tonnin. Aðeins Háafell í Hnífsdal hefur fengið afgreitt leyfi til eldis 6.800 tonn. Óafgreiddar eru umsóknir frá Arnarlaxi , Arctic Sea Farm og Hábrún.

Svar ráðherra er svohljóðandi:

„Það er fyrst og fremst á ábyrgð viðkomandi fyrirtækja að nýta rekstrarleyfi sín innan settra skilyrða leyfis um burðarþol og áhættumat.
Eftirstandandi umsóknir vegna sjókvíaeldis í Djúpinu eru nú á borði Matvælastofnunar. Við útgáfu samþykktra rekstrarleyfa mun stofnunin taka mið af áætluðu burðarþoli og áhættumati erfðablöndunar. Mörg leyfi heimila framleiðslu annarra tegunda en á frjóum laxi ef burðarþol hafsvæðisins er hærra en áhættumat erfðablöndunar. Eðli máls samkvæmt byggist burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar á áætlunum sem geta tekið breytingum.“
Frétt af bb.is

 

Deila: