UNO frá Vélfagi straumhvörf í fiskvinnslu

Deila:

„Hér erum við búin að pakka stórum hluta fiskvinnslunnar í eina vél sem er aðeins tæpir sjö metrar á land og einn og hálfur á breidd og tveir metrar á hæð. Inn í vélina fer aðgerður fiskur með haus og út koma flök, gellur, kinnar og beinagarður. Með sérstakri aðferða vi að skera beinagarðinn úr fiskinum getur nýting aukist um 2,5% af heild, sem er gífurlegur ávinningur,“ segir Bjarmi Sigurgarðarsson, í Vélfagi á Ólafsvirði í samtali við Auðlindina.

Bjarmi Sigurgarðarsson

Vélin hausar fiskinn og vinnur kinnar og gellur úr hausnum og þá er hægt að velja hvort klumban fylgir hausnum eða ekki. Blandað er saman vatnsskurði og hnífaskurði í línunni. Grundvallaratriði í þessu er að skorið er fyrir beinagarðinum inn í heilan fiskinn, sem eru hrein straumhvörf í fiskvinnslu. Þetta er gert í þann mund sem flökin eru skorin, þannig að beinagarðinum hefur ekki verið raskað. Fyrir vikið verður flökunin nákvæmari og flakanýting  verður um 2,5% af heild. Það er mjög mikilvægt og skurðurinn verður mjög hreinn og skarpur. Þarna verður líka hægt að skaffa beinskorin flök með roði, sem hefur verið erfitt að gera í flaki liggjandi á bandi. Hluti f þessu vinnsluferli er nú í einkaleyfisferli.

„Við getum valið þarna hvernig við skerum fyrir beinagarðinum. Það er valkvæmt hvernig beinagarðinum er skilað, hvort hann fari með roði eða ekki. Þá fylgir beinagarðurinn flakinu að skurði og aðskilst frá flakinu þar. Síðan fer dálkurinn yfir í dálkvinnslu með ákveðnum hætti þar sem blóðið og ensímið í beinagarðinum er skilið frá. Með því fæst mjög hreinn marningur, sem hefur miklu lengra hillulíf en áður hefur þekkst. Það er vegna þess að bakteríuflóran er miklu minni en við hefðbundinn marning. Svo verður fjarlæging sundmagans hluti af þessu. Við ætlum ekki að hleypa neinum hluta fisksins út úr þessari vél fyrr en það er orðið að hágæðahráefni.

Við erum í dag á ótrúlega góðri leið með svo marga þætti í þessu. Uno verður hluti af norskum hátæknitogara, þar sem fullnýting að orkusparnaður er í fyrir rúmi. Skipið hefur fengið heitið Ecofive. Eigandi hans vildi fá það besta í heiminum af öllum búnaði um borð og þess vegna kom hann til okkar og valdi Uno til að framleiða sinn fisk. Það er mikil viðurkenning að fá að vera með í þessu ferli og við munum þróa fleiri þætti með honum,“ segir Bjarmi.

Deila: