Metfjöldi sótti sjávarútvegssýninguna

Deila:

Almenn ánægja var með sýninguna Sjávarútvegur 2022 sem var í Laugardagshöll í síðustu viku. Metfjöldi sótti sýninguna eða ríflega 20 þúsund manns. Skrifað var undir stóra samninga á sýningunni og fjölda smærri samninga að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar.

Fjöldi erlendra gesta var á sýningunni og má þar nefna sendinefnd frá Möltu undir forystu sjávarútvegsráðherrans þar. Ýmsar tækninýjungar voru frumsýndar á sýningunni svo sem UNO vinnslukerfið frá tæknifyrirtækinu Vélfag. Næsta Sjávarútvegssýning verður eftir þrjú ár og eru fyrirtæki þegar farin að panta pláss.

Sýningin var breið flóra fyrirtækja á flestum sviðum sjávarútvegsins, þar má nefna siglinga- og fiskileitartæki, skipasmíðar, fiskvinnsluvélar og mikinn fjölda þjónustufyrirtækja fyrir sjávarútveginn.

Hér á eftir eru nokkrar myndir frá sýningunni og látum við þær tala sínu máli.

 

Deila: