Úthluta tilraunakvóta í síld

Deila:

Færeyska sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út 3.500 tonna tilraunakvóta í norsk-íslenskri síld. Auglýst var eftir umsóknum í ágúst og bárust umsóknir upp á 7.600 tonn. Eftir yfirferð í ráðuneytinu voru fimm umsóknir samþykktar, en þremur umsóknum hafnað. Lögð er áhersla á að tilraunakvótarnir nýtist til frekari þróunar og virðisauka.

Í þeim fimm umsóknum sem samþykktar voru, verður síldinni landað til vinnslu í landi þar sem vinnsluvirði verður aukið frá því sem nú eru og til að þróa nýjar vörur fyrir nýja markaði.

Eins og undanfarin ár við úthlutun tilraunakvóta í kolmunna, makríl og síld, eru sett þau skilyrði að tilraunirnar skili þeim árangri sem ætlunin er með umsókninni og skal skila skýrslu um það í síðasta lagi 31. janúar á næsta ári.

Félögin sem fengu úthlutun eru:

Jupiter (í samstarfi við Pelagos) – 500 tonn

Kósin – 1.100 tonn

TG Seafood – 950 tonn

Varðin Pelagic – 450 tonn

Jókin (í samstarfi við Pelagos) – 500 tonn.

 

Deila: