Flækingur um borð í Ljósafelli

Deila:

Það er alltaf gaman að sjá fiska sem ekki eru algengir hér við land. En um miðjan september veiddist dökksilfri (Diretmichtys parini) í botntroll á Ljósafellinu þar sem skipið var við veiðar á Þórsbanka á um 175 faðma dýpi. Dökksilfri er að öllu jöfnu miðsævisfiskur sem veiðist á um 200 – 1.100 metra dýpi og veiðist aðallega í flotvörpu. Fiskar sem veiðast hér við land hafa  yfirleitt verið á bilinu 20-42 cm. Þetta er víðförull fiskur en heimkynni hans eru í flestum heimshöfum. Hann myndi teljast hálfgerður flækingur hér við land en hefur veiðst þó nokkrum sinnum í gegnum tíðina t.d. í Rósagarðinum sem er rétt sunnan við Þórsbanka.

Þrátt fyrir að honum svipi til karfa þá er hann þó ekki náskyldur honum. Búrfiskur og bjúgtanni eru hins vegar náskyldir honum. Frá þessu er greint á heimasíðu Loðnuvinnslunnar.
Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

 

Deila: