Upp­gang­ur og upp­sagn­ir í brot­hætt­um byggðum

Deila:

Pét­ur Haf­steinn Páls­son framkvæmdastjóri Vís­is hf. í Grinda­vík ritaði eftirfarandi grein í Morgunblaðið í gær.

Eft­ir að er­lend veiðiskip yf­ir­gáfu Íslands­mið um 1970 hófu stjórn­völd mikla at­vinnu­upp­bygg­ingu á lands­byggðinni með lán­veit­ing­um til tog­ara­kaupa. Keypt­ur var skut­tog­ari í hverja höfn í því augnamiði að stór­auka afla Íslend­inga. Aldrei í sög­unni hef­ur hærra hlut­fall íbúa lands­ins búið í sjáv­ar­byggðum en árin þar á eft­ir. 15 árum seinna voru fiski­miðin þurraus­in og fyr­ir­tæk­in öll kom­in á von­ar­völ vegna of­veiði. All­ar sjáv­ar­byggðir Íslands urðu að brot­hætt­um byggðum. Þá var gripið til stærstu og ár­ang­urs­rík­ustu efna­hagsaðgerðar sög­unn­ar, kvóta­kerf­is­ins, sem byggðist á tak­mörk­un­um og niður­skurði á veiðum sem skyldi ákv­arðast af vís­inda­leg­um niður­stöðum. Afla­mark í þorski var skorið niður um 50% og illa stödd fyr­ir­tæki fengu það hlut­verk að byggja upp sinn eig­in efna­hag og fiski­stofn­ana að nýju. Það verk­efni tók 20 ár og um þá bar­áttu hef­ur mikið verið rætt og ritað og sitt hef­ur sýnst hverj­um um aðferðir og ár­ang­ur.

Pétur Pálsson

Á sama tíma og fyr­ir­tæk­in börðust fyr­ir til­veru sinni í 50% niður­skurði bættu stjórn­völd í vand­ann með stór­tæk­um til­færsl­um á veiðiheim­ild­um til nýrra aðila og unnu þar með gegn eig­in mark­miðum. Það var gert með ógrynni lít­illa aðgerða sem all­ar byggðust á veiðum um­fram ráðlegg­ing­ar og rök­stutt með því að „ekki væri neitt af nein­um tekið“. Að sjálf­sögðu var það ekki þannig og þegar 50 þúsund tonn höfðu verið færð á milli aðila í nýj­um kerf­um var því hætt og lína dreg­in við 5,3% pott­inn sem stjórn­völd myndu fá til fé­lags­legra bjargráða. En hér var skaðinn skeður. Mun fleiri fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar höfðu lagt upp laup­ana en efni stóðu til vegna til­færslna veiðiheim­ilda til viðbót­ar við nauðsyn­leg­an niður­skurð til að byggja upp fiski­stofn­ana. Af þess­um ástæðum voru færri sjáv­ar­pláss sem komust und­an því að telj­ast brot­hætt.

Síðan þá hafa fyr­ir­tæk­in treyst á þá niður­stöðu að stjórn­völd­um nægði 5,3% afla­heim­ilda og byggt upp sína starf­semi með þeim heim­ild­um sem þau höfðu. Upp­bygg­ing með ör­ugg­um heils­árs­störf­um, tækni­væðingu, fjár­fest­ingu í betri skip­um, há­mörk­un afla­verðmæt­is og markaðsstarfi sem trygg­ir af­hend­ingu afurða allt árið. Umræðan hætti að snú­ast um bjargráð og fór að snú­ast um hlut rík­is­ins í ár­angr­in­um. Þeim ár­angri var náð með sam­ein­ing­um, kvóta­kaup­um, fjár­fest­ing­um og ann­arri aðlög­un sem fæst­ar voru átaka­laus­ar og flest­ar um­deild­ar.

En nú slær aft­ur í bak­segl­in. Enn á ný er kom­in krafa um nýj­ar til­færsl­ur til nýrra aðila sam­hliða mikl­um niður­skurði heild­ar­veiði í þorski. Á síðustu þrem­ur árum hef­ur veiði hlutastarf­anna í strand­veiðikerf­inu auk­ist á meðan 25% niður­skurður hef­ur verið hjá öðrum. Þeim niður­skurði hef­ur verið mætt með upp­sögn­um og löng­um frí­um.

Nú boða þing­menn VG 50% aukn­ingu á um­rædd­um til­færsl­um til sum­arstarf­anna á strand­veiðinni. Ég virði það við þessa þing­menn að nú er ekki, eins og áður var gert, verið að fela það af hvaða sjó­mönn­um vinn­an er tek­in og til hverra hún er færð. Það mun skerpa alla umræðu um málið.

Sag­an kenn­ir okk­ur að því meira sem stjórn­völd taka til fé­lags­legra þátta því fleiri staðir verða í þörf fyr­ir fé­lags­leg úrræði og flokk­ast sem brot­hætt­ar byggðir. Ef þess­ari stefnu verður fylgt mun upp­gang­ur strand­veiðanna og upp­sagn­ir hjá hinum halda áfram að hald­ast í hend­ur, sem hlýt­ur að kalla á þá spurn­ingu hvað sé „fé­lags­legt“ við það.

 

Deila: