Lúða með aspas

Deila:

Lúðan á sér mörg heiti. Þau eru til dæmis flyðra, stórflyðra. spraka, heilagfiski, merja, lok, stegla, stofnlóa, flóki og kvörn. En hvaða heiti sem hún ber, bragðast hún einstaklega vel. Hér kemur uppskrift að einföldum og góðum rétti. Uppskriftin er fyrir fjóra.

Innihald:

800g g lúða í fjórum bitum

¼ bolli mæjónes

¼ bolli og 1 msk. rifinn parmesan ostur

1 ½ msk. marinn hvítlaukur

salt og pipar

500g ferskur aspas

1 msk. ólífuolía

¼ bolli brauðraspur

Aðferð:

Hrærið saman í skál  mæjónesi, ¼ bolla parmesan osti, 1 msk. hvítlauk, salti og pipar eftir smekk.

Snyrtið aspasinn og skerið neðan af honum. Leggið stönglana í skál og bætið olíunni út á og því sem eftir er af ostinum, salti og pipar. Veltið stönglunum upp út blöndunni svo þeir hjúpist nokkuð jafnt.

Leggið aspasinn og lúðuflökin í eldfast fat eða  ofnskúffu og jafnið mæjónesblöndunni yfir. Dreifið osti og brauðraspi yfir fiskibitana og þjappið lítillega. Bakið við 180°C í miðjum ofninum í 12 mínútur. Stillið ofninn þá á hæsta hita í 2-3 mínútur.

Berið fram með soðnum kartöflum og fersku salati að eigin vali.

Deila: