Færeyingar á síld við Ísland

Deila:

Nokkur færeysk skip eru nú farin til síldarleitar innan lögsögu Íslands austur af landinu. Það eru skipin Fagraberg, Jupiter og Götunes. Lítið er að frétta af aflabrögðum skipanna, enda ýmist nýkomin á miðin eða á leið þangað.  Íslensku skipin hafa verið að veiða vel út af Héraðsflóa.

Makrílvertíð færeysku skipanna er nú lokið og var veiðin frekar lítil. Vertíðinni lauk með því að skipin gátu veitt hluta heimilda sinna innan lögsögu Noregs, 10.000 tonn, sem þýddi 800 tonn á hvert skip.

 

 

Deila: