Eigendur smábáta funda

Deila:

 

  1. ársfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn 20.-21. október. Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura. Fundurinn hefst klukkan 13.00 á fimmtudag og lýkur síðdegis á föstudag.

Arthur  Bogason, formaður LS setur fundinn klukkan 13.00 á fimmtudag og síðan flytur framkvæmdastjóri landssambandsins, Örn Pálsson, skýrslu sína. Að því loknu hefjast nefndarstörf.

Fundurinn hefst að nýjum klukkan 09.00 á föstudagsmorgun þegar Örn Pálsson kynnir ársreikning landssambandsins. Formenn nefnda kynna þá samþykktir þeirra og þær verða afgreiddar. Að því loknu ávarpar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, fundinn. Þá fer fram kjör stjórnar og félagslegra skoðunarmanna. Loks kemur að kjöri formanns, sem að því loknu slítur fundi.

 

Deila: