Sjávarspendýr – fæða fyrir framtíðina

Deila:

Norður Atlantshafsráðið, Nammco, hélt alþjóðlega ráðstefnu í Þórshöfn í Færeyjum 5. og 6. október síðastliðinn.

Alls mættu 175 fulltrúar á ráðstefnuna til þess að ræða fundarefnið sem var að sjávarspendýr væru sjálfbær fæða í Norður Atlantshafinu og víðar, bæði nú og til framtíðar litið.

Í ályktun ráðstefnunnar segir að hvalir og selir séu mikilvægur hluti af fæðumenningu samfélaga umhverfis norðurpólinn og víðar. Matreiðslumeistarar frá mörgum löndum , þar á meðal frá Grænlandi,Færeyjum, Kananda, Íslandi, Japan og Noregi matreiddu bragðgóða rétti þar sem hvalur og selur voru hráefnið.

Í fréttatilkynningu frá Nammco segir að meðal helstu skilaboða frá ráðstefnunni eru:

að með vaxandi íbúafjölda jarðarinnar á tímum loftslagsbreytinga og óstöðugleika í alþjóðastjórnmálum væru sjávarspendýr örugg og umhverfisvæn fæða fyrir marga sem stuðli að fæðuöryggi og heilbrigðri næringu

að sjávarspendýr muni áfram vera efnahagslega, félagslega og menningarlega mikilvæg sem endurnýjanleg auðlind fyrir mörg samfélög

að yngri kynslóðir sýni vaxandi áhuga á sjávarspendýrum sem fæðu, sem er umhverfisvæn og varðveiti staðbundna fæðumenningu.
Frétt af bb.is

 

Deila: