LS er andvígt kvótasetningu á grásleppu

Deila:

Meðal þeirra samþykkta sem aðalfundur Landssambands smábátaeigenda samþykkti, er ályktun um áframhaldandi hvalveiðar. Landssambandið er á móti kvótasetningu á grásleppu. Hér á eftir fara samþykkti LS um grásleppuveiðar:

  • LS samþykkir að skipulagi grásleppuveiða verði breytt þannig að bátar eigi kost á að gera hlé á veiðum án þess að dagafjöldi þeirra til veiða verði skertur.
  • LS mótmælir harðlega þeirri aðferðafræði sem hefur verið viðhöfð við útreikninga á meðafla í grásleppunet. Það er að segja uppreikning á fugli og sel úr veiðieftirlitsferðum Fiskistofu.
  • Varðandi flottrollsveiðar: Í ljósi sögunnar bendir LS á að það hefur aldrei verið betri grásleppugengd vítt og breytt um landið. LS fer þess á leit við ráðamenn þjóðarinnar að á sjómenn verði hlustað. Félagið ítrekar að óheimilt verði að nota flottroll við veiðar á loðnu.
  • LS er andvígt kvótasetningu á grásleppu.
  • LS telur nauðsynlegt að við ákvörðun heildarafla grásleppu sé tekið mið af markaðsaðstæðum á hverjum tíma en ekki eingöngu sveiflukenndu og vafasömu stofnstærðarmati Hafró.
  • Í ljósi þess að leiguverð á þorski er komið langt upp fyrir mögulegt söluverð á grásleppuþorski á markaði fer LS fram á að VS aflaheimild verði hækkuð umtalsvert við grásleppuveiðar.
  • LS vill að Fiskistofa beiti sér fyrir því að virkjun grásleppuleyfa verði auðveldari. Það er alger óhæfa að t.d í kringum páska, þurfi bátar að greiða leyfi á miðvikudegi fyrir páska, vilji þeir hefja veiðar á þriðjudegi eftir páska. Þar sem sífellt eru lagðar á smábátasjómenn meiri kröfur um aukna rafræni í samskiptum, þá ætti Fiskistofa að geta leyst þetta vandamál.
  • LS mótmælir harðlega enn og aftur þeirri ákvörðun að loka svæðum að fengsælum miðum við grásleppuveiðar í Faxaflóa vegna æðarvarps.

Greinargerð:
Fjórir æðarbændur nýta varp á litlum hluta þessa svæðis en hafa náð með „lobbýisma“ að koma þessu banni í gegn. Benda má á að athugun fór fram á fjölda æðarfugla sem komu í net, en þessi athugun var framkvæmd af sérstökum eftirlitsaðila utan þeirrar skráningar sem grásleppusjómenn sjálfir skrá.

Allar samþykktir aðalfundar LS má sjá á eftirfarandi slóð: http://www.smabatar.is/%C3%81lyktanir%20fr%C3%A1%2038.%20a%C3%B0alfundi.pdf

 

Deila: