Veiðum á norsk-íslenskri síld að ljúka

Deila:

Veiðum á norsk-íslenskri síld á þessu almanaksári er nú að ljúka. Aflinn er orðinn 106.000 tonn og aðeins 3.900 tonn óveidd. Úthlutaður kvóti á þessu ári var um 102.500 tonn, sérstakar úthlutanir 5.736 tonn, 5,3% hlutdeild ríkisins, og 1.654 tonn flutt frá fyrra ári. Leyfilegur heildarafli er því tæp 110.000 tonn.

21 skip hafa landað norsk-íslenskri síld á árinu. Níu þeirra eru með meira en 5.000 tonn. Þeirra aflahæst er Vilhelm Þorsteinsson EA með 10.698 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Næstu skip eru Börkur NK með 9.770 tonn, Sigurður VE með 9.372 tonn, Beitir NK með 8.889 tonn, Heimaey VE með 7.417, Jón Kjartansson SU með 6.372 tonn, Aðalsteinn Jónsson SU með 6.278 tonn, Venus NS með 5.788 tonn og Víkingur AK með 5.574 tonn.

Deila: