Norræn grein um veðurlag á höfum norðursins

Deila:

Hafrannsóknastofnun Færeyja hefur ásamt systurstofnum sínum í Noregi og á Íslandi og Háskólanum í Árósum, ritstýr sérútgáfu hjá vísindaritinu Frontiers in Marine Science. Alls eru þar 19 vísindagreinar um það hvernig veður og loftslag hefur á lífríkið í norðaustanverðu Atlantshafi og Norður-Íshafinu  og á landgrunnum landanna sem að þessum slóðum liggja.

Margar greinanna snúast um gang mála á færeysku slóðinni og eru átta þessara greina ritaðar af vísindamönnum við Hafrannsóknastofnun Færeyja. Síðasta greinin fjallar um norsk-íslensku síldina, en inngang að greinunum ritar Hjálmar Hátún á færeysku stofnuninni, sem hafði umsjón með skrifunum.

Enska heitið á bæði sérútgáfunni og inngangi er Physical drivers of biogeographic shifts in the Northeastern Atlantic – and adjacent shelves. Alla útgáfuna má lesa her.

 

Deila: