Rækja í spænskum pönnukökum

Deila:

Nú er Air Fryer æðið enn í gangi og komið tveggja hólfatæki á markaðinn, þar sem samtímis er hægt að elda tvo mismunandi rétti samtímis. Þess vegna komum við aftur með uppskrift í slíku tæki, þó reyndar aðeins annað hólfið sé notað. Þetta er léttur rækjuréttur og er uppskriftin fyrir 3-6 eftir hvort um fulla máltíð er að ræða eða smárétt.

Innihald:

Rækjan:

500g hráar risarækjur pillaðar og garndregnar
1 msk. matarolía
2 tsk. rifinn appelsínubörkur
2 tsk. appelsínusafi
2 msk. 1 msk. púðursykur
1 tsk. chillisósa
½ tsk chilliduft
½ tsk. cuminduft

Tacosskeljar:

6 tortillahveitikökur 15 cm í þvermál
1 velþroskuð avocado, flyjað og skorið í þunnar sneiðar
1 bolli ferskur tómatar, skornir í teninga
½ bolli rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
½ bolli maisbaunir
¼ bolli kóríander blöð

Aðferðin:

Blandið saman í hæfilegri skál olíu, sykri, appelsínusafa og -berki, chillisósu og cumin. Leggið síðan rækjurnar út í og lokið skálinni með plastfilmu. Látið marínerast í 15-30 mínútur.
Takið rækjurnar upp úr leginum og leggið í Air Fryer körfuna. Penslið rækjurnar með hluta af maríneringunni og geymið afganginn af henni.

Setjið kröfuna í vinstra hólf tækisins og ýtið á L stillið svo hitann á 190°C. Stillið tímann á 7 mínútur. Þegar áminningin um hristingu kemur, hristið kröfuna með rækjunni og penslið aftur með maríneringunni. Setjið körfuna aftur í ofninn og haldið áfram að elda rækjurnar þar til þær verða fallega bleikar. (Þetta á við um tveggja hólfa Air Fryer. Ef aðeins eitt hólf er í honum er málið enn einfaldara.)

Takið rækjurnar úr körfunni og hellið safanum, sem er í botninum á henni í smá skál.

Leggið tortillurnar á disk og setjið avocado, tómata, lauk, maisbaunir rækjur og kóríander á annan helming hverrar köku. Dreifið því sem eftir er af sósunni jafnt yfir kökurnar og lokið þeim.

 

Deila: