Eyjaskipin með fullfermi

Deila:

Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað á sunnudag. Aflinn var blandaður. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að afli skipsins hafi fengist annars vegar á Öræfagrunni og hins vegar á Gerpisflaki. „Þetta var ágætis nudd,“ segir Jón í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, segir að víða hafi verið veitt. „Við byrjuðum á Öræfagrunni og síðan var dýpt á flestum grunnum allt austur á Gerpisflak. Afli var hinn þokkalegasti,“ segir Egill Guðni.

Nú eru bæði skipin að veiðum fyrir austan, Bergur á Gerpisflaki og Vestmannaey í Norðfjarðardýpinu. Gert er ráð fyrir að þau landi aftur í Neskaupstað á miðvikudag.
Landað úr Bergi VE í Neskaupstað. Ljósm. Smári Geirsson

 

 

Deila: