Enn setja Norðmenn met í útflutningi sjávarafurða

Deila:

Í október nam útflutningur norskra sjávarafurða 15,4 milljörðum norskra króna. Það svarar til 219 milljarða íslenskra króna. Þetta er hæsta verðmæti sem hefur verið í einum mánuði og aukning um 47 milljarða íslenskra króna, eða 27 prósent, frá sama mánuði í fyrra. Útflutningsverðmæti í október var 10,4 m milljörðum íslenskra króna hærra en í fyrri metmánuði, sem var september 2022.

Sjö milljarðar á dag

„Útflutningur norskra sjávarafurða jókst sögulega í október. Verðmæti 15 milljarða NOK er ekki aðeins met. Þetta þýðir að á hverjum einasta degi þessa mánaðar fluttum við út sjávarafurðir að verðmæti rúmlega 500 milljónir. Þetta eru gríðarlegar tölur og segja okkur hversu mikilvæg þessi atvinnugrein er fyrir Noreg,” segir Christian Chramer, framkvæmdastjóri norska sjávarútvegsráðsins.

Það sem af er ári hafa Norðmenn flutt út sjávarafurðir að andvirði 1.763milljarða íslenskra króna. Það eru 386 milljörðum króna hærra en á sama tímabili í fyrra.

„Þann 25. október náðum við útflutningsverðmæti fyrir metárið 2021. Á þeim tíma var verðmæti alls ársins 120,8 milljarðar NOK. Með góðri þróun á síðustu tveimur mánuðum ársins mun útflutningsverðmæti norskra sjávarafurða fara yfir 150 milljarða NOK árið 2022. Það er tilkomumikið og nálægt því að þrefaldast á tíu árum,” sagði Chramer.

Það sem af er þessu ári hefur metútflutningsverðmæti náðst fyrir ýmsar tegundir, svo sem lax, þorsk, silung, ufsa, ýsu og rækju. Christian Chramer leggur engu að síður áherslu á að það sé drungaleg blæja yfir miklum vexti.

Hörð barátta um prótein

„Við lifum á mjög krefjandi og ólgandi tíma, með mikilli matarverðbólgu og harðri baráttu fyrir próteinum um allan heim. Þetta hefur leitt til sögulega hás verðs á norskum sjávarafurðum. Auk þess mun veikari norsk króna í október ýta undir útflutningsverðmætið. Verðið í norskum krónum verður hærra með veikari norskri krónu,” útskýrir Chramer.

Aðrir krefjandi þættir eru breytingar á neyslu sjávarafurða og þéttara einkahagkerfi heimila á helstu mörkuðum.

„Nokkur lönd greina frá samdrætti í heimaneyslu sjávarafurða, á sama tíma og veitingamarkaðurinn er að upplifa krefjandi tíma. Væntingar um verulega veikari efnahagsþróun varpa því skugga á horfurnar framundan, undirstrikar framkvæmdastjóri Sjávarútvegsráðs.

  • Í október keyptu alls 116 lönd norskar sjávarafurðir. Þetta er sami fjöldi og í sama mánuði í fyrra.
  • Stærstu markaðir fyrir útflutning norskra sjávarafurða í október voru Pólland, Bandaríkin og Danmörk.
  • Bandaríkin voru með mestan vöxt í verði í þessum mánuði. Hér var aukning í útflutningsverðmæti um 8,3 milljarðar íslenskra króna, eða 83 prósent miðað við sama mánuð í fyrra.
  • Útflutningsmagnið til Bandaríkjanna endaði í 10.866 tonnum sem er 18 prósentum meira en í sama mánuði í fyrra.

 

Deila: