Saltfisksnakk frá Jamaica

Deila:

Saltfiskur er í miklu uppáhaldi hjá íbúum á Jamaica og hefur verið öldum saman. Þeir flytja hann inn saltaðan og þurrkaðan, ýmist frá Noregi eða Portúgal. Því eru til margar uppskriftir að saltfiskréttum að hætti heimamanna. Þessa uppskrift fundum við í tímaritinu BBC Good Food og er hér um að ræða saltfisksnakk með vorlauk. Þurrkaðan saltfisk má nálgast í góðum fiskbúðum hér á landi svo það er bara að slá til og ná sér í það, sem til þarf.

Innihald:

  • 200g þurrsaltaður þorskur, roð- og beinlaus
  • 300g hveiti
  • 1 msk.  karrý, millisterkt
  • 2 vorlaukar skornir ½ sentimetra sneiðar og aðrir 2 sem meðlæti
  • ½ stórt chilli, fræhreinsað og smátt saxað
  • ½ græn, rauð og gul paprika fræhreinsuð og skornar í smáa bita.
  • sólblóma olía til steikingar

Aðferð:

Leggið saltfiskinn í pott með köldu vatni sem rétt flýtur yfir fiskinn. Látið suðuna koma upp og sjóðið á miðlungshita í átta mínútur.

Blandið hveitinu í skál með smá salti og pipar og karrý. Smá hrærið 375-390 millilítrum af vatni saman við hveitiblönduna svo úr því verð þykkt deig. Leggið það til hliðar.

Takið þorskinn úr pottinum og látið kólna smávegis. Losið flögurnar í þorskinum og hrærið þær og laukinn, cillíið og paprikuna  saman við deigið.

Setji stóra pönnu á miðlungshita og hellið olíu út á hana, um ½ sentímetra á dýpt. Þegar olían er orðin nægilega heit er notuð stór matskeið til að mynda hæfilega smáa klatta úr deiginu. Þeir eru síðan steiktir í áföngum í olíunni hver á eftir öðrum í 1-2 mínútur á hvorri hlið og olíu bætt út í eftir þörfum. Blandan ætti að duga í 14 til 16 klatta alls. Gott er að leggja fyrstu klattana í ofnfast mót í bakaraofni til að halda þeir heitum uns lokið er að steikja þá alla.

Berið klattana fram við stofuhita með vorlauk. Þetta er mjög gott snakk og gott að hafa kalda sósu að eigin vali með.

 

 

Deila: