Arnarlax hyggst auka seiðaframleiðslu

Deila:

Arnarlax áformar að stækka seiðaeldisstöð fyrirtækisins á Gileyri í Tálknafirði og að auka framleiðslugetu stöðvarinnar úr 200 tonnum í 1000 tonn af seiðum á ári. Óskaði fyrirtækið því eftir því við Tálknafjarðarhrepp að gerðar yrðu viðeigandi breytingar á gildandi deiliskipulagi eldisstöðvarinnar á Gileyri og á aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018.

Sveitarstjórn samþykkti í vikunni tillögu frá skipulagsnefnd sveitarfélagsins þess efnis að farið yrði af stað með breytingarnar enda beri málsbeiðandi allan kostnað af þeirri vinnu.
Frétt og mynd af bb.is

Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að stækkun seiðaeldisstöðvar á Gileyri skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 111/2021.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar er aðgengileg hér .

Greinargerð framkvæmdaraðila

Umsagnir

Svör framkvæmdaraðila

Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til 13. desember 2022

 

Deila: