Smíði hafin á nýjum togara Þorbjarnar

Deila:

Þá er smíðin hafin á nýjum togara Þorbjarnar eins og sést á meðfylgjandi mynd. Togarinn er smíðaður hjá Armon skipasmíðastöðinni í Gijon á Spáni og verður hann afhentur snemma árs 2024. Þeir Hrannar Jón Emilsson, Hjörtur Eiríksson og Þórhallur Gunnlaugsson frá Þorbirni, ásamt Sævari Birgissyni hönnuði skipsins fóru á dögunum til Gijon til að kynna sér framgang smíðinnar. Af svipnum að dæma eru þeir hæstánægðir, enda um spennandi verkefni að ræða.

Deila: