Auglýst eftir tilboðum í aflamark
Fiskistofa auglýsir nú eftir tilboðum í skipti á aflamarki í loðnu og rækju.
Í boði er neðangreint aflamark, í tilgreindum tegundum, í skiptum fyrir aflamark í þorski. Við mat tilboða er stuðst við meðalverð aflamarks síðasta mánaðar. Viðmiðunarverð síðasta mánaðar: þorskur 408,41 kr/kg.
Tilboðsmarkaðurinn opnaði í gær. Ekki er gerð krafa um lágmarkstilboð.
Samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu ber að greiða 12.900 krónur fyrir hverja úthlutun aflaheimilda á tilboðsmarkaði. Þannig ber tilboðsgjafa að greiða þá upphæð fyrir hvert tilboð sem tekið er að fullu eða að hluta.