Útflutningur Færeyinga á sjávarafurðum eykst um þriðjung

Deila:

Á fyrstu níu mánuðum ársins fluttu Færeyingar úr sjávarafurðir að verðmæti 165 milljarðar íslenskra króna. Útflutningur á flesta markaði hefur skilað meiru en á síðasta ári,

Útflutningur á laxi hefur aukist um 32% og skilaði 80 milljörðum íslenskra króna. Þetta náðist þrátt fyrir að magnið hafi lækkað um 7% miðað við sama tíma i fyrra. Mesta verðmætaaukningin er í útflutningi til Hollands, Kína og Þýskalands, á bilinu 2 til 4milljarðar. Auk þess hafa opnast nýir markaðir í Eystrasaltslöndunum og Ísrael.

Útflutningsverðmæti botnfiskafurða hefur aukist um 45% eða 8,6 milljarða íslenskra króna, en magnið aðeins vaxið um 9%. Mesta aukningin er á útflutningi til Spánar  og Bretlands.

.

 

Deila: