Færeyjar og Grænland semja um fiskveiðar

Deila:

Færeyjar og Grænland hafa samið um fiskveiðiréttindi á næsta ári.  Samningurinn byggir á samkomulagi sem var í gildi fyrir þetta ár.
Samkvæmt samkomulaginu hækkar grálúðukvóti Færeyinga við Grænland um 100 tonn og verður 325 tonn við Austur-Grænland og 100 tonn vestan landsins. Færeysk fiskiskip fá leyfi til að veiða 2.500 tonn af þorski við Grænland auk 50 tonna meðaflakvóta fyrir lúðu. Keilukvótinn verður 375 tonn og tilraunaveiðar á krabba við Austur-Grænland gætu skilað 500 tonnum. Auk þess stendur Færeyingum til boða að stunda tilraunaveiðar eftir þorski og öðrum botndýrum við Austur-Grænland.
Grænlendingar fá á móti að veiða 6.500 tonn af norsk-íslenskri síld í færeysku lögsögunni og 18.500 tonn af kolmunna. Einnig frá Grænlendingar að veiða þann kvóta í kolmunna sem þeir fá úthlutað frá Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni, 7.342 tonn, innan lögsögu Færeyja.

 

Deila: