ICES leggur til þorskveiðibann á færeyska landgrunninu

Deila:

Alþjóða hafrannsóknaráðið, ICES, hefur gefið út ráðleggingar um botnfiskveiðar við Færeyjar á næsta ári. Ráðið leggur til bann á þorskveiðum á landgrunni Færeyja næstu tvö árin, mikinn samdrátt í ufsaveiðum, en aukningu í ýsunni. Þorskstofninn á landgrunninu hefur verið í sögulegu lágmarki frá árinu 2005. Þrátt fyrir smávegis basta 2018 og 2019 er hrygningarstofninn svo illa kominn að hann mun ekki komast upp í það lágmark sem gefur af sér nægilegan veiðistofn til að veiðar séu sjálfbærar.

Þá leggur ráðið til að ekki verði veidd meira en 78 tonn af þorski á ári tvö næstu árin á Færeyjabanka. Þetta er í fyrsta skipti sem ICES leggur til veiði á Bankanum. Þorskstofninn þar hefur verið í vexti síðustu árin og því leggur ráðið til mikla varkárni við veiðarnar þar. Verði farið að þessum ráðleggingum, verða nánast engar þorskveiðar á heimamiðum Færeyinga næstu tvö árin.

Þorskveiðar við Færeyjar hafa sveiflast mikið á undanförnum áratugum. Frá árinu 1962 og frá á níunda ártuginn var þorskaflinn að jafnaði rúmlega 20.000 tonn með nokkrum toppum. Um miðjan áratuginn töku Færeyingar um veiðidagakerfi, þar hver flokkur báta og skipa fékk ákveðinn dagafjölda til veiða. Það leiddi til þess að aflinn fór upp í rúm 40.000 tonn um miðjan tíunda áratuginn. Aflinn féll svo á ný um aldamótin niður undir 20.000 tonn. Veiðarnar tóku svo kipp um aldamótin 2002 veiddust 41.248 tonn. En síðan hefur aflinn fallið ár frá ári og var í fyrra tæp 6.000 tonn.

ICES leggur til að veiðar á ýsu á landgrunninu fari ekki yfir 11.853 tonn á næsta ári. Þetta er vöxtur um 37% frá þessu. Ýsustofninn hefur á tímabilinu 2008 til 2017 verið undir varúðarmörkum. Stofninn komst yfir varúðarmörkin 2018 og hefur verið í vexti síðan. Nýjustu gögn benda þó til þess að vöxturinn í framtíðinni verði ekki eins hraður og hann hefur verið síðustu árin.

Ráðið mælir með því að ufsaafli fari ekki yfir 17.843 tonn, Það er 52% lækkun frá þessu ári. Ástæðan er sú að stofninn sé nú minni en áður var talið, það er að stærð stofnsins hafi verið ofmetin.

 

Deila: