Þorskur með tómötum, ólífum og kapers að hætti Spánverja

Deila:

Innihald:

4 hnakkabitar af þorski, 160g hver
2 msk. extra virgin ólífuolía
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 laukur flysjaður og sneiddur og sneiðarnar helmingaðar
2 stórir tómatar skornir í smáa teninga
6-7 greinar af steinselju, blöðin söxuð
4 greinar af fersku timían, aðeins blöðin og smávegis í viðbót til skrauts.
½ tsk. rauðar piparflögur
½ tsk. nýmalaður svartur pipar
½ tsk. salt
15-20 svartar ólífur, steinlausar
10-15 kapersber
safi úr hálfri sítrónu
1 tsk. salt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar

Aðferð:

Hitið olíuna á stórri pönnu að miðlungshita. Bætið hvítlauknum út á og látið krauma í 2-3 mínútur. Bætið þá tómötunum út á ásamt steinselju, timían, piparflögunum, pipar og salti og látið malla undir loki í 10-12 mínútur. Hrærið af og til í blöndunni.
Bætið þá ólífum og kapers út í.

Dreypið sítrónusafa yfir þorskbitana og kryddið með pipar og salti. Leggið þá í sósuna á pönnunni og skreytið með smáum timían greinum og kryddið smávegis með rauðum piparflögum. Setjið lokið á pönnuna og látið malla í 5-7 mínútur eða þar til bitarnir eru eldaðir í gegn.

Berið fram með soðnum kartöflum og fersku salati að eigin vali.

Deila: